Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 13:50:22 (6632)

2004-04-23 13:50:22# 130. lþ. 101.1 fundur 934. mál: #A verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[13:50]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég eðlilegt að þetta mál verði skoðað eftir að frv. hefur verið samþykkt. Mér finnst að ég geti ekki sagt hér að ráðherra ætli sérstaklega að beita sér í því máli. Mér finnst að ég hljóti fyrst að skoða það út frá einhverjum faglegum forsendum. Mér finnst eðlilegt að það verði skoðað eftir að frv. verður samþykkt eins og önnur mál sem viðkoma vatnsverndinni og verndun lífríkisins.