Málefni aldraðra

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 17:20:21 (6683)

2004-04-23 17:20:21# 130. lþ. 101.10 fundur 570. mál: #A málefni aldraðra# (hlutverk Framkvæmdasjóðs, samstarfsnefnd o.fl.) frv. 38/2004, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[17:20]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Af því að hv. þm. Jónína Bjartmarz vildi halda því til haga hlýt ég að vitna til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, með leyfi forseta:

,,Sambandi íslenskra sveitarfélaga kemur það verulega á óvart að á sama tíma og fram fer sameiginleg vinna við endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í heilbrigðisþjónustu hafi verið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér grundvallarbreytingar á fjármögnun stofnkostnaðar hjúkrunarheimila og auknum skyldum sveitarfélaga í þeim kostnaði.

Sambandið hafði enga vitneskju um að til stæði að leggja fram slíkt frumvarp ...``

Fram kom í máli hv. þm. Jónínu Bjartmarz áðan að hægt sé að veita sjálfseignarstofnunum sérstaka undanþágu til að þær megi koma að málinu. Sjálfseignarstofnanirnar hljóta að segja: Kærar þakkir. Hvílík gæfa að veitt skuli vera undanþága til þess.