Aðild að Gvadalajara-samningi

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 16:31:02 (6755)

2004-04-26 16:31:02# 130. lþ. 102.23 fundur 883. mál: #A aðild að Gvadalajara-samningi# þál. 22/130, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[16:31]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að sjálfsögðu við þeim tilmælum að við munum fara yfir málið í nefndinni og ekki bera fram frekari spurningar að sinni úr ræðustól Alþingis.

Þá mundi ég gjarnan vilja að þegar viðmælendur okkar koma á fund nefndarinnar til að fjalla um þetta mál lægju fyrir upplýsingar um það. Ég hef bent á að það er bara 81 land sem er aðilar að Gvadalajara-samningnum og 52 að Montreal-bókun 4, á móti 135 og 151 í hinum fyrri samningi og því væri fróðlegt að vita hvaða lönd hafa verið aðilar að þessum framhaldssamningum og hvaða lönd velja að vera ekki með í þessari frekari samræmingu. Það gæti varpað nokkru ljósi á hvað við erum að gera og hvað aðrir eru að gera. Að sjálfsögðu er ég sammála því að það sé mikilvægt að við séum aðilar að samningum sem skapa betri reglur og náttúrlega öruggari reglur og meiri ábyrgð til jafns við þá sem í kringum okkur eru.