Háskólinn á Akureyri

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 18:42:04 (6796)

2004-04-26 18:42:04# 130. lþ. 102.35 fundur 818. mál: #A Háskólinn á Akureyri# (auglýsing starfa, tímabundin ráðning o.fl.) frv. 43/2004, Frsm. DJ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[18:42]

Frsm. menntmn. (Dagný Jónsdóttir):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nál. menntmn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 40/1999, um Háskólann á Akureyri, á þskj. 1456.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti og umsagnir.

Nefndarálit þetta er samhljóða nefndaráliti á þskj. 1455 varðandi Kennaraháskóla Íslands.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt og undir það rita Gunnar Birgisson, formaður, Kjartan Ólafsson, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir, Valdimar L. Friðriksson og Kolbrún Halldórsdóttir.