Afgreiðsla þingmannamála

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 13:40:52 (6805)

2004-04-27 13:40:52# 130. lþ. 103.91 fundur 503#B afgreiðsla þingmannamála# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil út af þessum orðum hv. 5. þm. Norðaust. segja að ég minnist þess ekki að hafa ekki reynt að ná samkomulagi við hann um hlutina. Ég hygg að réttara sé að sjá hverju fram vindur. Það liggur ljóst fyrir að þinghaldið verður lengra en menn áttu von á þegar ég lét mín orð falla, og auðvitað ber að horfa til þess hvernig þinginu hefur verið stjórnað og meta það hvort ég hafi lagst gegn því að þingmenn fengju mál sín til 1. umr.