Afgreiðsla þingmannamála

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 13:43:32 (6807)

2004-04-27 13:43:32# 130. lþ. 103.91 fundur 503#B afgreiðsla þingmannamála# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 130. lþ.

[13:43]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil að þessu gefna tilefni taka fram að sl. föstudag voru fjögur þingmannamál til umræðu. Það hefur komið fram á fundum mínum með þingmönnum að þeir hafa stundum látið í ljósi ósk um að þingfundir yrðu styttir til þess að lengri tími gæfist til nefndarstarfa en ég kannast ekki við að hafa hafnað því að eitt einasta þingmannamál væri tekið á dagskrá. Mér finnst satt að segja rétt að láta á það reyna áður en frekari ræðuhöld verða haldin.