Afgreiðsla þingmannamála

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 13:51:21 (6813)

2004-04-27 13:51:21# 130. lþ. 103.91 fundur 503#B afgreiðsla þingmannamála# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 130. lþ.

[13:51]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það hefur komið glöggt fram í þessari umræðu að búið er að taka mjög mörg þingmannamál á dagskrá og vísa þeim til nefnda. Það er alveg ljóst að þar eiga þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar samleið að því leyti til að þeir sitja við sama borð.

Mér finnst forseti hafa tekið mjög vinsamlega á þeim ábendingum sem hafa komið hér fram og það er ljóst að þinghaldið dregst. Mér finnst að það þjóni engum tilgangi að ræða þessi mál frekar nú. Við munum auðvitað þurfa að ná einhverju samkomulagi um það hvernig þingið endar og hér tel ég að allt sé komið fram sem þarf að koma fram í þessu máli á þessari stundu.