Samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 14:48:02 (6829)

2004-04-27 14:48:02# 130. lþ. 104.4 fundur 628. mál: #A samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[14:48]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að koma með þessa fyrirspurn. Þó að búið sé að skrifa undir samninga tel ég að málið sé þess virði að ræða það og ég tel mjög mikilvægt að farið sé í þessar rannsóknir. Eins og kom fram hjá fyrirspyrjanda var þetta eina tillagan um virkjunina og framkvæmdirnar fyrir austan sem samþykkt var af öllum þingmönnum í þinginu. Það er mjög mikilvægt að rannsakað sé hver áhrifin eru á samfélag manna og fyrirtækja fyrir austan og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að Byggðastofnun komi að því máli. Það er verkefni Byggðastofnunar að gera það og ég tel að það sé jafnvel hægt að selja síðar þær rannsóknir erlendis þar sem farið er í svona stórar framkvæmdir. Og það er hægt að finna hve mikið hefur breyst fyrir austan að nú ríkir þar mikill kraftur og bjartsýni.