Samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 14:49:19 (6830)

2004-04-27 14:49:19# 130. lþ. 104.4 fundur 628. mál: #A samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[14:49]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn þó seint sé svarað en það var ástæða til að fylgjast með því að þál. yrði fylgt eftir og nú er samningurinn gerður og er til sex ára. Ég tel að miðað við hvað rannsóknin á að vera víðfeðm þurfi að gæta þess að fjármagn fylgi. Ég vil ekki nefna neina tölu í stað þeirrar upphæðar sem í hana er sett en ég tel að fylgjast verði vel með því að fjármagn fylgi rannsókninni.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort gera eigi stöðumat hugsanlega árlega á þessu tímabili þannig að hægt sé að bregðast við óæskilegum áhrifum eða einhverjum þeim áhrifum á þetta litla samfélag sem grípa þyrfti inn í, því miðað við sex ára rannsóknartíma mun rannsóknin gagnast öðrum (Forseti hringir.) viðhlítandi aðgerðum en ekki núverandi.