Samkeppnisstofnun

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 15:32:07 (6851)

2004-04-27 15:32:07# 130. lþ. 104.6 fundur 721. mál: #A Samkeppnisstofnun# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[15:32]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir að þetta mál skyldi hafa komið til umræðu. Það er greinilega mikil þörf á því að efla starfsemi Samkeppnisstofnunar. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það teljist yfirleitt viðunandi að stórmál, eins og tryggingamálið, geti dregist árum saman. Er eðlilegt að það skuli vera til meðferðar í fleiri ár? Vafalítið er svo komið að ef þar væru einhver þau atriði sem teldust t.d. brot á skattalögum þá kæmi upp spurning um hvort málin væru ekki fyrnd á svo löngum tíma. Ég held að það verði að efla Samkeppnisstofnun. Ég mun að sjálfsögðu styðja það að auka fjárveitingar til stofnunarinnar.