Slátrun alifugla

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 16:06:43 (6866)

2004-04-27 16:06:43# 130. lþ. 104.8 fundur 900. mál: #A slátrun alifugla# fsp. (til munnl.) frá landbrh., MÞH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[16:06]

Magnús Þór Hafsteinsson:

Hæstv. forseti. Svar hæstv. landbrh. vakti forvitni mína. Hann talaði um að heilbrigðissjónarmið réðu því að hann teldi sér ekki fært að skipa sláturhúsum að taka aligæsir, aliendur, alidúfur og fasana til slátrunar. Heilbrigðissjónarmið, segir hann, en þá spyr ég: Hvernig er slátrun þessara fugla háttað á Íslandi? Hvernig er eftirliti með því háttað? Hverjir gæta hagsmuna neytenda? Er þetta bara öxin og höggstokkurinn sem gildir og síðan einhver kona með bala reytandi fiður? (Gripið fram í: Kona, ekki karl?) Eða karl.

Mér finnast svörin sem koma fram í þessu mjög undarleg. Ég ætti kannski frekar að segja að það sé gloppa í svörunum. Fjögur sláturhús af þessu tagi eru rekin á Íslandi. En ef fólk er að framleiða fuglakjöt af öðrum tegundum en kalkúnum og hænsnum þá finnst mér mjög skrýtið að það fuglakjöt sé selt á opnum markaði án þess að um það gildi neinar reglur.