Kröfur til sauðfjársláturhúsa

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 16:39:14 (6881)

2004-04-27 16:39:14# 130. lþ. 104.10 fundur 903. mál: #A kröfur til sauðfjársláturhúsa# fsp. (til munnl.) frá landbrh., LS
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[16:39]

Lára Stefánsdóttir:

Frú forseti. Ég fagna þessari umræðu í tengslum við sláturhús og tel að það sé mikilvægt, eins og hér hefur komið fram, að skoðun og mat á því sem slátrað er hérlendis sé einfaldara innan lands en erlendis og því stundum gerður greinarmunur á þó að það sé ekki gert hér.

Ég vildi hins vegar bæta við í því sambandi að það er brýnt að bæta aðgerðir varðandi flutning á lifandi búfénaði til að gera sláturhúsum kleift og auðveldara að flytja sauðfé, en oft er um langan veg að fara í sláturhús. Þeim er gert nógu erfitt hvað varðar skatta á flutningsgjöld sem ríkisstjórnin hefur lagt á þá, á flutninginn, sem leiðir til þess að erfitt er að fjárfesta í hagkvæmum flutningstækjum sem eru ákjósanleg fyrir búfénaðinn og vegvæn fyrir vegi landsins. Og einnig þarf að gera bændum kleift að selja kjöt, þeirra eigin vöru, þó að slátrað hafi verið í sláturhúsi þar til gerðu, án þess að réttur þeirra til niðurgreiðslna skerðist.