Kröfur til sauðfjársláturhúsa

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 16:48:23 (6886)

2004-04-27 16:48:23# 130. lþ. 104.10 fundur 903. mál: #A kröfur til sauðfjársláturhúsa# fsp. (til munnl.) frá landbrh., SigurjÞ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[16:48]

Sigurjón Þórðarson:

Frú forseti. Ég vil fá að bera af mér sakir. Ég var borinn þeim sökum að vera að bulla. Ég get tekið undir það að vissu leyti að ég hafi bullað en eina bullið var þegar ég vitnaði í ræðu hæstv. ráðherra. Hann fór með rangt mál í umræðunni í haust og ég get lesið það á ný, bullið, ef hæstv. ráðherra kærir sig um að hlusta á það. Það er svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Við stöndum að vísu frammi fyrir því að Evróputilskipun um hvernig sláturhúsin skuli vera gengur hér í gildi 2008.``

Ég benti á að það kom fram í máli hæstv. ráðherra að íslensk stjórnvöld ráða því hvernig þessar reglur eru.