Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 15:03:11 (6971)

2004-04-28 15:03:11# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Kynni að vera sú ástæða fyrir því að einhverju leyti að hæstv. ríkisstjórn með hæstv. félmrh. og hæstv. utanrrh. innan borðs, sem báðir eru kjörnir í öðru kjördæmi Reykjavíkur, ræðst núna að atvinnugrundvelli ætli það séu ekki u.þ.b. 500 manns í því fjölmiðlafyrirtæki sem þessu frv. er beinlínis stefnt gegn, Baugsfrumvarpinu sem þeir setja nú þeir félagar og ráðherrar hæstv. og þingmenn Reykjavíkur á fjölmiðil sem starfar í Reykjavík, ræðst á fjölskyldur þessara fjölmiðlamanna sem nú búa við óöryggi o.s.frv. Ég skal ekkert um það segja hvort Davíð Il Sung, eins og hæstv. forsrh. mun vera nefndur í þessu blaði, er réttnefni eða ekki, en framsóknarmenn ættu kannski að skoða hvort þeir ætli að halda áfram að vera til eftir að þessi sami hæstv. forsrh. hefur látið (Forseti hringir.) af störfum og hvaða þjóðfélagi þeir ætli þá að taka þátt í.