Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 18:14:23 (7003)

2004-04-28 18:14:23# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[18:14]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Mörður Árnason hafði orð á því að rætt væri um eitthvað allt annað frv. en hér er til umræðu. Ég vil því árétta við hv. þm. að við erum alls ekkert að ræða neitt frv., við erum fyrst og fremst að ræða þá skýrslu sem hæstv. menntmrh. opnaði umræðu á í dag þannig að því sé haldið til haga.

Ég hélt því heldur ekki fram að Baugur eða Norðurljós væru að nýta sér stöðu sína. En þegar maður spyr að því hvaða hag markaðsráðandi fyrirtæki eins og Baugur hafi af því að standa í að reka sjónvarp, útvarp, dagblöð og Norðurljós er eitt af því sem hefur verið tínt til að hagræðið sem hlytist af því væri m.a. ódýrari eða hagkvæmari samningar um auglýsingar.