Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 19:03:20 (7031)

2004-04-28 19:03:20# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[19:03]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þetta mál þá er vissulega ljóst að það kostar fjármuni, átak og hugkvæmni að reka fjölmiðla. Í því sem hér hefur verið sagt er hvergi lagður steinn í götu þess. Hér eru settar ákveðnar leikreglur eins og gilda á sviði viðskiptalífsins í mörgum þáttum og hefur ekki staðið mönnum fyrir þrifum að reka fyrirtækin. Ég held að þessar reglur sem hér er verið að setja standi ekki neinum fyrir þrifum til að reka fyrirtæki á heilbrigðum og góðum forsendum ef þeir eru útsjónarsamir, hugmyndaríkir og kunna til verka.