Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:22:48 (7044)

2004-04-28 21:22:48# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:22]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki sammála því að verið sé að gera upp á milli stjórnmálaafla í Ríkisútvarpinu. Mér finnst stjórnmálaumfjöllun þar vera mjög hlutlaus og með þeim endalausa áróðri á Ríkisútvarpið að það sé einhver málpípa stjórnvalda eru menn auðvitað að segja að menn vinni ekki störf sín af heiðarleika. Ég er ekki sammála því og ég tel að fréttamenn og þáttastjórnendur og þeir sem með þau mál fara í Ríkisútvarpinu vinni störf sín af mikilli samviskusemi og eigi ekki skilið þessa gagnrýni því sú gagnrýni er jú bein gagnrýni á það fólk en ekki stjórnvöld í landinu.

Og aðeins út af ummælunum áðan um Kastljósið og viðtalið við ráðherra, að ráðherra hefði verið ein þar, þá segir hún mér að hún hafi verið beðin að koma í þann þátt með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, en þegar til kom mætti hún ein í þáttinn.