Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:42:53 (7049)

2004-04-28 21:42:53# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:42]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Ég veit ekki hverjum hv. þm. treystir því hann verður auðvitað annaðhvort að taka mark á skýrslunni eða ekki. Skýrslan er þannig byggð upp að eftir ágæta umfjöllun sem hefði mátt vinnast meiri tími til að sinna þá er búið til eins konar hlaðborð af hugmyndum og ráðum, því sem gert er í útlöndum og því sem til greina kæmi að gera hér. Ein af þeim hugmyndum er að styrkja hið trausta almenningsútvarp. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni beinlínis á þeirri síðu sem ég nefndi að sú leið ein sé farin, að einn kosturinn sé að fara eingöngu þá leið. Það er líka minnst hér á leiðir sem hægt er að fara í samkeppnislögum, eina sér eða með öðrum. Og auðvitað var ég glaður að sjá að í þessari skýrslu er líka minnst á það að hægt sé að fara --- klukkan er óróleg --- að hægt sé að fara eina saman þá leið sem við samfylkingarmenn lögðum til um gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði í fjölmiðlum.