Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 15:11:46 (7176)

2004-04-29 15:11:46# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[15:11]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ég tel að í framkvæmd skipti þetta atriði engu máli. Ég vek líka athygli á því að geri Útlendingastofnun kröfu um afhendingu lífsýnis þegar undirliggjandi gögn eru að öðru leyti fullnægjandi til þess að skera úr um skyldleikann, sem skiptir máli vegna umsóknarinnar, væri það brot á meðalhófsreglunni. Með því væri brotið á rétti umsækjandans. Því verður það einungis í undantekningartilvikum sem þessu úrræði verður beitt.