Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 16:34:44 (7194)

2004-04-29 16:34:44# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, Frsm. minni hluta ÁÓÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[16:34]

Frsm. minni hluta allshn. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (andsvar):

Frú forseti. Eina sem ég gerði í andsvari mínu var að vísa í ræðu hv. þm. þar sem hún dró upp ákveðna fleti sem hún var ósátt við, þar á meðal samráðsleysi og 24 ára regluna. Ég ítreka þær spurningar sem ég beindi til hennar í fyrra andsvari mínu. Mun hún, eftir að hafa sagt að hún treysti sér ekki til að styðja áætlun meiri hlutans um að lögfesta 24 ára regluna, styðja brtt. minni hlutans um að fella hana út í atkvæðagreiðslum á eftir? Hver telur hún að viðbrögð Framsfl. verði í atkvæðagreiðslum á eftir? Mun Framsfl. fylgja henni í því? Veit hún, upp á framtíð ákvæðisins þar sem Framsfl. er í oddastöðu í þessum málum eins og svo mörgum öðrum, hvort það verði inni eða ekki?