Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 17:05:55 (7208)

2004-04-29 17:05:55# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[17:05]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Getur hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson þá upplýst mig um hve margar konur á aldrinum 18--24 ára hafi komið hingað á fölskum forsendum á undanförnum árum, t.d. í gegnum sýndarhjónabönd eða annað þess háttar? Það væri gaman að fá að sjá einhverjar tölur yfir það í staðinn fyrir að hlusta á útskýringar sem ganga út á að þannig sé háttað í öðrum löndum og útskýringar á borð við ,,af því bara``. (Gripið fram í.) Komdu með tölur, hv. þm., leggðu þær á borðið og leyfðu okkur að heyra.