Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 21:06:27 (7244)

2004-04-29 21:06:27# 130. lþ. 106.13 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[21:06]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þekki ekki þau lánamál sem hv. þm. nefndi en það kemur fram í frumvarpinu að um er að ræða hreina eign. Það virðist vera sú nettóeign sem stendur eftir. Það var rætt töluvert í sjútvn. að hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson og Guðjón Arnar Kristjánsson höfðu lagt það til á sínum tíma að ef eftirstöðvar yrðu í þessum sjóði færi hluti þeirra í að gera upp eldri skip. Sú umræða lenti inni á borði ríkisstjórnar og var síðan vísað til hæstv. menntmrh. Samkvæmt lögunum er tekið fram að ef hrein eign verði í sjóðnum þá eigi að verja honum í hafrannsóknir. Þetta er samkvæmt upplýsingum ráðherra sem ég fékk í dag.