Innköllun varamanna

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 22:44:56 (7259)

2004-04-29 22:44:56# 130. lþ. 106.94 fundur 514#B innköllun varamanna# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[22:44]

Forseti (Halldór Blöndal):

Hér er ekki um geðþóttaákvörðun að ræða. Eins og hv. þingmanni er kunnugt eru mörg fordæmi fyrir því að þingmenn séu kallaðir inn ef forföll hamla því að vilji þingsins komi fram. Get ég farið yfir þau dæmi (Gripið fram í.) með formönnum þingflokka ef þess er óskað. (SJS: Hvar stendur þetta í starfsreglum þingsins?) Það eru ekki starfsreglur þingsins sem ákveða laun þingmanna. Ég veit að hv. þm. vita það.