Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 22:55:46 (7264)

2004-04-29 22:55:46# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[22:55]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Virðulegur forseti. Hér gerir stjórnarandstaðan tilraun til þess að fella út 24 ára regluna og snúa hæstv. ríkisstjórn frá villu síns vegar. Ákvæðið er óþarft vegna þess að það nægir að kveða á um refsinæmi nauðungahjónabanda í lögunum til að bregðast við framtíðarvanda ef upp kemur. Ákvæðið takmarkar friðhelgi einkalífs og persónufrelsi tuga fólks hér á landi árlega algjörlega að óþörfu. Samfylkingin vill fella þetta ákvæði brott og ég segi því já.