Útlendingar

Föstudaginn 30. apríl 2004, kl. 11:41:19 (7287)

2004-04-30 11:41:19# 130. lþ. 107.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 130. lþ.

[11:41]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er hárrétt ábending hjá hv. þm. Magnúsi Þór Hafsteinssyni og ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki látið það koma fram að fulltrúar Frjálsl. voru án fyrirvara á álitinu, að Vinstri grænir eru með áheyrn í nefndinni og studdu álitið og að þessir flokkar stjórnarandstöðunnar stóðu saman að þeim ágætu brtt. sem við fluttum. Mér finnst það mjög mikilvægt og vil undirstrika í þessu svari við andsvar hvað það var mikilvægt að stjórnarandstaðan skyldi hafa eina sýn í þessu mikilvæga máli og flytja málflutning sinn einum rómi, bæði í tillögum og umræðunni sem hér hefur farið fram. Ég var með orðum mínum að láta í ljósi skoðun og tillögur Samf. og er alltaf að reyna að passa að gera ekki öðrum flokkum upp skoðanir.

Ég þakka því hv. þm. fyrir ábendinguna og það gefur mér tækifæri til að árétta þetta.