Útlendingar

Föstudaginn 30. apríl 2004, kl. 12:37:28 (7293)

2004-04-30 12:37:28# 130. lþ. 107.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 130. lþ.

[12:37]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að segja að ég skil þá hv. þm. ekki öðruvísi en svo að hún telji að þær almennu reglur sem munu gilda fyrir þá aðstandendur sem ekki hafa náð aldursmarkinu séu svo þröngar og svo ósanngjarnar að ekki sé við því að búast að Útlendingastofnun muni fallast á umsókn þeirra um að koma hingað til lands þrátt fyrir að þeir eigi aðstandendur hér á landi. Og þá mundi ég vilja biðja hv. þm. að gera grein fyrir því í hverju sú ósanngirni felst. Eitt helsta skilyrðið er að viðkomandi geti sýnt fram á að hann geti framfleytt sér hér á landi meðan á dvöl hans stendur. Nú er það svo að engin framfærsluskylda er milli niðja og foreldra og á hvaða forsendum eru reglurnar þá ósanngjarnar?