Afbrigði

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 15:46:06 (7351)

2004-05-03 15:46:06# 130. lþ. 108.96 fundur 529#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), KLM (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[15:46]

Kristján L. Möller (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hlýt að taka þetta svo að bank mitt hér áðan sem forseti varð ekki var við sé um þann lið sem við erum að fara að greiða atkvæði um, þ.e. afbrigði við að taka fjölmiðlafrumvarpið svokallaða á dagskrá. Þingflokkur Samf. greiðir atkvæði á móti því, er á móti því að veitt verði afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá, enda er það illa unnið eins og komið hefur fram, bæði í umræðu á Alþingi um skýrslu nefndarinnar svo og í annarri umræðu. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn því að þetta mál fái að ganga hér fram enda lagt fram eftir 1. apríl.