Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:43:58 (7400)

2004-05-03 17:43:58# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:43]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er eins og mig minni að lífróður Frjálsrar fjölmiðlunar hafi verið lengri en þetta og lífróðurinn sem Norðurljós háði var miklu lengri en 60 dagar. Ég held að engum manni detti í hug að nokkur lánastofnun, þar sem menn með fulla ábyrgð á því sem verið er að gera og taka ákvarðanir, láti sér detta í hug að fjármagna fyrirtæki eins og Norðurljós með reglum sem eru svo þröngar sem þessi. Ég held að menn þurfi að fara vandlega yfir þetta vegna þess að ég get ekki séð að það verði nokkur vegur að finna fjárfesta sem eru tilbúnir að koma með 100% eigið fé inn í slík fyrirtæki eða svo hátt að bankar fari að lána þeim án þess að tekin séu veð í hlutabréfum. Þannig er staðan sem verið er að setja upp.

Mér finnst líka að full ástæða til að spyrja hæstv. ráðherra og fyrrv. ritstjóra: Finnst honum það ekki svolítið erfið lína að ganga yfir að taka barmmerki lýðræðisins niður sem er að allir geti fengið leyfi til þess að gefa út blað?