Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:45:20 (7401)

2004-05-03 17:45:20# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:45]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel náttúrlega að menn fari mjög fram úr sér í túlkunum í þessu máli. Hér er ekki verið að taka barmmerki lýðræðisins niður. Það er mikið öfugmæli. Hér er ekki verið að grípa inn í útgáfu dagblaða. (Gripið fram í.) Það er ekki verið að því. (Gripið fram í.) Í frumvarpinu eru eingöngu reistar skorður við samruna ljósvakafjölmiðla og dagblaða. (Gripið fram í.) Hins vegar þýðir það ekki að verið sé að banna blaðaútgáfu hér á landi, taka barmmerki lýðræðisins niður. Þetta er eitt af þeim dæmum sem snúa að (Gripið fram í.) oftúlkun á afleiðingum þessa máls. (JÁ: Þetta er nýmæli.)