Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:53:03 (7442)

2004-05-03 20:53:03# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:53]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ef ég skil hv. þm. rétt þá telur hann að það hafi engin áhrif á efnistök sjónvarpsins hvernig menn eru ráðnir til stofnunarinnar, að sami flokkur hafi farið með stjórn menntmrn. í 18 ár af 21. Mér finnst það undarlegt að hann trúi því að það hafi ekki haft nein áhrif.

Hv. þm. tók hins vegar upp sjónarmið Evrópuráðsins. Það væri fróðlegt að heyra í framhaldinu hvort hann telur að við ættum að líta til Evrópuráðsins varðandi tilmæli um að opinbera bókhald flokkanna. Nú hefur Framsfl. lokað bókhald. Það er ótrúlegt að flokkar sem kenna sig við lýðræði skuli leyna fyrir kjósendum sínum hverjir greiða í flokkssjóði. Mér finnst verðugra viðfangsefni fyrir okkur, sem erum lýðræðislega kjörnir, að upplýsa um hverjir hafi greitt í kosningasjóði. Það væri fróðlegt að fá að heyra álit hans á því. Er það ekki verðugra verkefni?