Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:21:04 (7448)

2004-05-03 21:21:04# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:21]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er afar erfitt að eiga tal við þingmenn Framsfl. um þetta mál, a.m.k. þann hv. þm. sem síðast var í ræðustól. Hann virðist ekki hafa skilið það sem ég sagði áðan um hvaða málsmeðferð ég teldi eðlilegasta og besta í þessu máli. Hann skilur ekki þau orð mín að það væri betra að það lægi fyrir ákveðinn tími til að vinna þetta verk, hvort menn væru að tala um 20. maí eða 1. júní. Hann áttaði sig ekki heldur á því að hægt væri að vinna þetta mál í sumar og koma með það tilbúið í miklu betri sátt inn í þingið á haustdögum.

Ég skil vel þau orð hv. þm. að það sé ónauðsynlegt að ná nokkurri sátt um mál. Við höfum séð afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna á hverju einasta máli. Það er nánast valtað yfir alla.