Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:23:31 (7450)

2004-05-03 21:23:31# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:23]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Frú forseti. Já. Það má eiginlega svara því játandi, að það er hægt að finna því stað að óheppileg samþjöppun sé í fjölmiðlum með sama hætti og ég tel óheppilega samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi, þar sem tíu fyrirtæki eiga kvótann og gera hina að leiguliðum. Með sama hætti tel ég að eignasamsetning í bankakerfinu sé orðin óheppileg hér á landi, þar sem tiltölulega fáir aðilar ráða öllu á þeim markaði. Hið sama má segja um olíufélögin og tryggingafélögin, sem var verið að tala um í dag. Það er mjög margt sem hefur farið úrskeiðis í þessu þjóðfélagi á undanförnum árum, hæstv. forseti.