Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:48:25 (7455)

2004-05-03 21:48:25# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:48]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Bara vegna ókunnugleika hv. þingmanns þá var ég nú lengur blaðamaður á Morgunblaðinu heldur en ritstjóri Íslendings þó hvort tveggja væri gott og skemmtilegt svo hv. þingmaður svona sér til tilbreytni geti nefnt eitthvert annað blað en Íslending. Hann getur þá kannski nefnt tvö blöð líka.

Ég ítreka það sem ég áður sagði að mér þykir vænt um að hann skuli nú hafa lýst því yfir að hann telji þessa samþjöppun hættulega. Honum er það auðvitað ljóst að ekki er hægt að draga úr óæskilegri samþjöppun nema með því að draga úr henni. Það er einmitt það sem lagt er til hér með þessu frumvarpi.