Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:49:13 (7456)

2004-05-03 21:49:13# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:49]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Það mátti helst skilja á orðum hv. þm. að eignarhaldið skipti öllu máli til að fá hlutlausar fréttir og að best bæri að eignarhaldið væri ríkisins á fjölmiðlum. Hann lýsti yfir hneykslun á þeim orðum okkar frjálslyndra að við höfum efast um hlutleysi Ríkisútvarpsins í einu og öllu. Fyrir því eru gild rök, m.a. þau að sami flokkurinn hefur farið með stjórn þessa ráðuneytis, menntamálaráðuneytis, í 18 af 20 árum. Við höfum séð fingraför Sjálfstæðisflokksins. Það var t.d. ekki hægt að ráða ákveðna manneskju með öll tilskilin próf, Helgu Völu Helgadóttur, einungis vegna þess, eftir því sem fréttir herma, að maðurinn hennar hafði starfað fyrir ákveðið stjórnmálaafl, Vinstri græna. Við höfum séð það í Frjálslynda flokknum að borgarfulltrúi okkar er ekki með í umræðuþáttum, í Kastljósinu t.d. Þetta eru okkar rök.