Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:58:53 (7465)

2004-05-03 21:58:53# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:58]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er nú ekki við því að búast að þessi gamli vinstri sósíalisti, allaballi --- og ég veit ekki hvort hann var einhvern tíma kommi --- viti mikið um frjálshyggju eða frjálsa samkeppni. Það er nú síður en svo að Ólafur Björnsson prófessor sem var nú nestor okkar allra hafi haldið því fram að íslenski markaðurinn væri það stór að við gætum treyst því skilyrðislaust og undantekningarlaust að þar nytu sín allir kostir hins frjálsa markaðar. Það var alls ekki svo. Það var alls ekki til í hans ræðu heldur varaði hann við því að við mættum ekki ofmeta markaðsáhrifin á okkar litla markaði. Þetta vita allir frjálshyggjumenn. En það er nú varla von að þessi sannleikur hafi náð hlustum hv. þingmanns.