Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 22:00:58 (7467)

2004-05-03 22:00:58# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[22:00]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hafi ég efast um það áður að hann hafi einu sinni verið kommi heyrði ég það á síðustu orðunum að hann er það sennilega enn.

Auðvitað liggur alveg ljóst fyrir að þessi lög eru ekki sett gegn einhverju ákveðnu fyrirtæki, bara gegn því. (Gripið fram í: Nei, það ....) Þessi lög eru alveg ... rólegur bara ... þessi lög eru almenns eðlis. Eins og komið hefur fram hér, m.a. frá einum þingmanni Samf., telur hann og þingmenn úr öllum flokkum að hér sé óæskileg samþjöppun í eignarhaldi á fjölmiðlum. Hv. þm. Mörður Árnason tók undir það áðan og fulltrúar annarra flokka. Ég veit hins vegar að samfylkingarmenn margir mega ekki heyra þetta nefnt vegna þess að þeir eru þannig þenkjandi nú um stundir. Og við vitum hvers vegna. Óhjákvæmilegt er að taka á þessu kýli, setja leikreglur sem fólkið getur treyst. Fjölmiðlafrelsi verðum við að hafa í landinu.