Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 23:37:51 (7492)

2004-05-03 23:37:51# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[23:37]

Halldór Blöndal (andsvar):

Hæstv. forseti. Það kemur fram í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs, eins og ég hef rakið hér áður, að það sé mjög góður fjárfestingarkostur að eiga hlutafé í Stöð 2 og hann talar um að þeir hyggist reka fyrirtækið með svo góðum árangri að það skili á næstu 2--3 árum 300--400 millj. í sparnað. (Gripið fram í.) Ég skil ekki hvernig hv. þm. getur fundið það út að það bendi til þess að störf hjá þessu fyrirtæki séu í hættu þó að aðrir fjárfestar komi að. Ég skil heldur ekki (Gripið fram í.) þegar hv. þm. heldur því fram að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu ekki heiðarlegir í fréttaflutningi sínum.