Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 04. maí 2004, kl. 18:14:18 (7620)

2004-05-04 18:14:18# 130. lþ. 109.3 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 130. lþ.

[18:14]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekkert nema gott um þær hugleiðingar að segja sem hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson vék að. Þetta er m.a. verkefni sem hægt væri að nýta fjármuni í og ég hef horft til þess að nota megi fjármuni úr Þróunarsjóðnum, sem þar standa vonandi út af við uppgjör hans, til ýmissa góðra verkefna sem tengjast útgerðarsögu okkar og sjóminjasögu og það er ekki víst að í annan tíma fáum við betra tækifæri til þess en einmitt nú. Ég hafna því alfarið að þeir peningar séu einhver sérstök eign íslenskra útgerðarmanna.