Forvarnastarf í áfengismálum

Miðvikudaginn 05. maí 2004, kl. 16:04:42 (7702)

2004-05-05 16:04:42# 130. lþ. 110.10 fundur 684. mál: #A forvarnastarf í áfengismálum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 130. lþ.

[16:04]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Það er algerlega ljóst á því sem hér hefur komið fram, bæði hjá hv. frummælanda og sömuleiðis hjá hæstv. ráðherra að lögin eru handónýt. Þau virka ekki og það er áralöng reynsla af því að þau virka ekki. Það er rétt að hæstv. ráðherra svari því til hvort ekki sé tímabært að breyta lögunum og af hverju hann hafi ekki gert það fyrir löngu síðan því það kemur fram í máli hans að hann sé sjálfur fylgjandi því að farið sé varlega fram í þessum málum og að ekki ríki það ástand sem nú ríkir. Lögunum þarf því að breyta. Hæstv. ráðherra getur sjálfur beitt sér fyrir því að það verði gert og ég hvet hann til að gera það jafnvel þó svo ætla megi að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn standi í veginum fyrir því að slík lagabreyting fari fram eða eigi sér stað því það er ekki lengra síðan en örfáir dagar að hæstv. forsrh. stóð í ræðustóli og sagðist vera frelsisins maður þegar hann mælti fyrir fjölmiðlafrv. umdeilda þannig að það má alveg ætla það að eitthvað verði maldað í móinn hjá Sjálfstfl., en við verðum að brýna hæstv. heilbrrh. í að láta breyta lögunum, að fá það í gegn.