Hreinsun skolps

Miðvikudaginn 05. maí 2004, kl. 18:53:29 (7727)

2004-05-05 18:53:29# 130. lþ. 110.15 fundur 804. mál: #A hreinsun skolps# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Fyrirspyrjandi (Sigurjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svörin. Þetta er ný túlkun umhvrn. á reglunum en mér þykir hún ágæt. Í 24. gr. reglugerðarinnar er vísað í 7. gr. og í henni stendur að skolp skuli hreinsa a.m.k. eins þreps hreinsun eða sambærilegri hreinsun verði viðtaki skilgreindur sem viðkvæmur. Ég hef skilið það svo að eins þreps hreinsun væri í rauninni lágmarkshreinsun samkvæmt reglugerðinni. Ef svo er ekki en reglugerðin hins vegar í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins er það gott mál fyrir sveitarfélögin. Það er mjög gott að fá þessa umræðu og þessar kröfur á hreint því að vafi leikur á því hvernig eigi að lesa reglugerðina. Ég held að einmitt sé ágætt að lesa hana og skilja eins og hæstv. umhvrh. skildi hana, að við eigum að notast við tilskipun Evrópusambandsins, nota þá viðunandi hreinsun, gera skynsamlegar kröfur og ekki ríkari kröfur en þörf er á.

Að öðru leyti þakka ég svörin. Ég minni samt á að í reglugerðinni segir að notkun síubúnaðar til hreinsunar skolps sé sambærileg eins þreps hreinsun á síður viðkvæmum svæðum. Málið er einfaldlega það að þó svo að í reglugerðinni segi að það sé sambærilegt er notkun síubúnaðar miklum mun minni hreinsun en raunverulega felst í skilgreiningu á eins þreps hreinsun.