Afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 10:51:20 (7805)

2004-05-11 10:51:20# 130. lþ. 112.91 fundur 545#B afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[10:51]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að þessu gefna tilefni vil ég taka það fram að mér bárust tilmæli, eins og hv. þm. sagði, um að umræðu yrði frestað og ég ákvað að verða við þeim. Eins og venja er til á forseti fund með formönnum þingflokka um tilhögun fundarhalda. Ég hafði hugsað mér að við mundum hittast að loknum þessum fundi, enda hafði ég spurnir af því að (Gripið fram í.) formaður þingflokks Vinstri grænna mundi kveðja sér hljóðs um störf þingsins sem hann og gjörði.

Ég vildi af þeim sökum bíða þess að taka nákvæma ákvörðun um hvernig þetta yrði þangað til hann hefði tekið til máls. Síðan kom í ljós að fyrstur tók til máls formaður Samf. sem beindi orðum sínum til forsrh. en ekki til mín. Forsrh. var kunnugt um, eins og ég sagði, að ég mundi fresta umræðunni.

Um hitt vil ég segja að hver verður að eiga það við sjálfan sig hvorum hann trúir betur, mér eða hv. þingmanni.