Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 15:03:15 (7826)

2004-05-11 15:03:15# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel þetta fáránlega skýringu. Ég held að það komi bara ekki til mála ef menn setja reglu af þessu tagi að þeir hugsi hana út frá því að fyrirtæki sem hefur keypt í fjölmiðlafyrirtæki og fer svo upp fyrir þessa tveggja milljarða kr. veltu sem um er að ræða geti haldið áfram útvarpsleyfinu. Á það bara að vera í upphafi, svo er allt í plati í framhaldinu? Hvað eru menn eiginlega að hugsa? Lágu menn ekki nógu lengi yfir þessu, eða hvað?