Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 15:03:57 (7827)

2004-05-11 15:03:57# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það færi hv. þingmanni betur að huga aðeins að því hver tilgangur laganna sé. Hver er tilgangur reglunnar sem hér er verið að setja? (Gripið fram í.) Hann er sannarlega ekki sá sem hv. þm. er að reyna að draga hér skýringar af eða reyna að halda fram að megi skýra greinina með. Sannarlega er tilgangurinn ekki sá. Ég segi hv. þingmanni: Lög skal skýra í samræmi við tilgang þeirra. Þetta er ekki tilgangurinn og þar af leiðandi er ekki hægt að komast að þessari niðurstöðu. (Gripið fram í: Þetta er nú ekkert svar.)