Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 15:06:57 (7830)

2004-05-11 15:06:57# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[15:06]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég fékk ekki upp úr hv. þingmanni hver váin væri. Það er enginn að tala um að bíða í nokkur ár. Við hefðum talið í stjórnarandstöðunni að það væri rétt að bíða í a.m.k. tvær vikur. Það hafa komið fram eins og hann taldi upp hér, hv. þm. Bjarni Benediktsson, alvarlegar athugasemdir við frv., að það bryti mögulega í bága við stjórnarskrána og við Evrópureglur. Finnst honum það léttvægt? Honum fannst það ekki á föstudaginn á fundi í nefndinni. Þá taldi hann rétt að hringja í og jafnvel spyrja þann sem hann starfaði í umboði fyrir í nefndinni.

Ég óska þess að hv. þingmaður svari því hvort hann starfi hér í umboði þjóðarinnar eða eingöngu í umboði hæstv. forsrh. Davíðs Oddssonar.