Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 16:17:48 (7849)

2004-05-11 16:17:48# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ArnbS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[16:17]

Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í tilefni af þeirri umræðu sem hér hefur orðið óska ég eindregið eftir því að umræðu verði haldið áfram um málið. Hér liggja fyrir mjög vönduð nefndarálit frá meiri hluta allshn. og einnig frá minni hluta allshn. (Gripið fram í: Hefurðu lesið það?) Þessi nefndarálit og þetta mál er hér á dagskrá og ég óska eindregið eftir því að þeirri umræðu verði haldið áfram.

Til upplýsingar skal þess getið að bæði hv. menntmn. og efh.- og viðskn. fengu málið til umsagnar með fresti fram á gærdaginn. Það var ákvörðun þessara nefnda að halda áfram umfjöllun um málið eftir að fresturinn var útrunninn. Það er alveg fullkomlega í valdi þessara þingnefnda að halda áfram umfjöllun um hvaða mál sem þeim dettur í hug, þar á meðal þetta mál.

Ef einhver álit verða eftir umfjöllun þeirra munu þær nefndir væntanlega leggja þau fyrir þingið. En þetta er staða málsins eins og er og ég óska eftir því, hæstv. forseti, að umræðu verði haldið hér áfram.