Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 16:22:46 (7851)

2004-05-11 16:22:46# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ArnbS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[16:22]

Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Hér hefur farið fram umræða um störf þingsins ... (ÖS: Nei. Fundarstjórn forseta.) (Gripið fram í: Fundarstjórn forseta.)

Efnisinnihald, hæstv. forseti, í þeim ræðum sem hér hafa verið fluttar undir þessum lið hefur verið um störf þingsins. Ég vil, hæstv. forseti, minna á úrskurð þess forseta sem sat hér næst á undan þeim forseta sem situr núna um að þessi umræða, nákvæmlega sama umræðan, sem var kallað til um fundarstjórn forseta, þegar hv. þm., sennilega Björgvin Sigurðsson, var að fjalla um störf þingsins ... (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Hæstv. forseti. Hæstv. fyrri forseti gaf þann úrskurð að þetta ætti ekki að ræða undir liðnum um fundarstjórn forseta. (KÓ: Rétt.) Ég held að það sé rétt að menn reyni að fara að þingsköpum í þessu efni.