Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 22:47:55 (7903)

2004-05-11 22:47:55# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[22:47]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Má skilja það af orðum hv. þm. að hann sé ... (Gripið fram í ) ja, hann telur að það þurfi að íhuga ástandið, að hann sé býsna ánægður með það eignarhald sem við sjáum fyrir okkur núna á fjölmiðlamarkaði? Hv. þm. sagðist ekki hafa svarað því. Væri ekki upp á framhald umræðunnar rétt að fá það út? Vill hann verja það ástand sem nú er í eignarhaldi á fjölmiðlum eða eigum við að grípa til einhverra ráðstafana til þess að breyta því?