Afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 11:24:57 (7989)

2004-05-12 11:24:57# 130. lþ. 113.92 fundur 552#B afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[11:24]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil biðja hv. þingmann að ávarpa forseta Alþingis með réttum hætti.

Ég ítreka jafnframt það sem ég áður sagði, það er réttur hvers þingmanns sem í nefnd situr að gefa út nefndarálit í sínu nafni hvenær svo sem honum sýnist og það er misskilningur hjá hv. þingmanni að 2. mgr. 27. gr. þingskapa skerði þann rétt.

Að hinu leytinu bregður nýrra við á Alþingi ef það er minni hluti Alþingis sem krefst þess af forseta að hann reyni að ganga á rétt minni hlutans. Einstakir þingmenn eiga sinn rétt, stjórnarskrárvarinn rétt, og ég hyggst halda þann rétt í heiðri á meðan ég sit á forsetastóli.