Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 17:15:08 (8009)

2004-05-12 17:15:08# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[17:15]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Á Dómkirkjunni er vindhani sem snýst eftir áttum, stundum í vestur og stundum í austur, eftir hvernig vindurinn blæs. Er það þannig með Samf. sömuleiðis, henni er létt að snúast 180 gráður og tala um sérlög, sértæk lög, hraða meðferð sem þó hefur tekið viku eða meira o.s.frv. en hún kyngir því viðstöðulaust að keyra í gegn sérlög gegn SPRON, meira að segja á einn samning, á þrem dögum --- á þrem dögum, frú forseti --- og gerði það viðstöðulaust. Hvað er að marka svona málflutning þegar menn tala núna um sértæk lög, um hraða meðferð o.s.frv. gegn einum auðhring? Þarna voru menn að klekkja á eitt þúsund litlum stofnfjáreigendum.