Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 22:39:44 (8037)

2004-05-12 22:39:44# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[22:39]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Veigamikil rök hafa verið færð fram fyrir því að frv. geti falið í sér brot á stjórnarskránni og reyndar brot á Evrópureglum líka. Hvort ég styðji hæstv. forseta þessa lýðveldis liggur fyrir --- ég hef ekkert legið á því --- að það hef ég gert æðilengi. Það er engu að síður í hans valdi hvort þessu máli verður skotið til þjóðarinnar þegar þar að kemur. Ég ætla ekki í ræðustól á Alþingi að lýsa yfir einu eða neinu um skoðun mína á því. Það verður að vera hans val. Ég tel reyndar að Alþingi Íslendinga verði að láta honum það hlutverk alfarið eftir.